wValurValur (Baldur Þorgilsson)
Það var tilkynnt rétt í þessu að kvennalið Vals í handbolta hafi verið valið lið ársins af íþróttafréttamönnum. Kvennalið Vals varð í fyrra fyrsta kvennalið á Íslandi til þess að verða Evrópumeistari þegar þær urðu Evrópubikarmeistarar eftir sigur á BM Porriño, 54-53 samtals í tveim leikjum. Einnig urðu Valskonur Íslandsmeistarar eftir sigur á Haukum ásamt því að landa deildarmeistaratitlinum. Karlalið Fram í handbolta var einnig tilnefnt í kvöld ásamt kvennaliði Breiðabliks í fótbolta. Handkastið óskar Valskonum hjartanlega til hamingju með enn einn titilinn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.