Þjóðverjar heimsmeistarar 17 ára og yngri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

MAR25-Germany vs Egypt (Final)_SP8_5234_SPS (IHF)

Þýskaland varð um helgina heimsmeistari skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Um var að ræða fyrsta heimsmeistaramót karla í þessum aldursflokki en tilraunaverkefni var að ræða af hálfu Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF.

Ísland var ekki meðal keppnisþjóða á mótinu en íslenska landsliðið í þessum aldurshópi vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar.

Tólf þjóðir tóku þátt á mótinu sem fór fram í Casablanca í Marokkó. Það voru Þjóðverjar sem unnu Egypta í úrslitaleiknum. Framlengja þurfti leikinn en Þjóðverjar unnu með einu marki 44-43. Spánverjar enduðu í 3.sæti eftir sigur á Katar,35-23.

Auk Þýskalands, Egyptalands, Spánar og Katar voru landslið Argentínu, Bandaríkjanna, Brasilíu, Íran, Marokkó, Suður Kóreu, Túnis, Púertó Ríkó sem tóku þátt á þessu fyrsta heimsmeistaramóti U17 ára og yngri. Ekki er vitað hvort framhald verði af því að IHF haldi heimsmeistaramót fyrir þennan aldur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 43
Scroll to Top