MAR25-Germany vs Egypt (Final)_SP8_5234_SPS (IHF)
 Þýskaland varð um helgina heimsmeistari skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Um var að ræða fyrsta heimsmeistaramót karla í þessum aldursflokki en tilraunaverkefni var að ræða af hálfu Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF.  Ísland var ekki meðal keppnisþjóða á mótinu en íslenska landsliðið í þessum aldurshópi vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar. Tólf þjóðir tóku þátt á mótinu sem fór fram í Casablanca í Marokkó. Það voru Þjóðverjar sem unnu Egypta í úrslitaleiknum. Framlengja þurfti leikinn en Þjóðverjar unnu með einu marki 44-43. Spánverjar enduðu í 3.sæti eftir sigur á Katar,35-23. Auk Þýskalands, Egyptalands, Spánar og Katar voru landslið Argentínu, Bandaríkjanna, Brasilíu, Íran, Marokkó, Suður Kóreu, Túnis, Púertó Ríkó sem tóku þátt á þessu fyrsta heimsmeistaramóti U17 ára og yngri. Ekki er vitað hvort framhald verði af því að IHF haldi heimsmeistaramót fyrir þennan aldur.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.