Viktor Petersen (Wetzlar)
 Mark hins hálf íslenska, Viktor Petersen Norberg leikmanns Elbflorenz í þýsku B-deildinni hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlum en hann skoraði afar glæsilegt mark úr hraðarupphlaupi í leik gegn Íslendingaliðinu Nordhorn-Lingen á dögunum. Mark Viktors var lokamark leiksins í tólf marka sigri Elbflorenz, 34-22. Viktor sem er 25 ára örvhent skytta, á íslenska móður og norskan föður en hann er fæddur og uppalinn í Noregi. Eftir að hafa leikið með Wetzlar skipti hann yfir til Elbflorenz í sumar en liðið er í 4.sæti þýsku B-deildarinnar eftir níu leiki með 14 stig, einu stigi á eftir toppliði Hagen sem Hákon Daði Styrmisson leikur með. Þetta skemmtilega mark Viktors má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.