Hálfur Íslendingur skoraði skemmtilegt mark í Þýskalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Petersen (Wetzlar)

Mark hins hálf íslenska, Viktor Petersen Norberg leikmanns Elbflorenz í þýsku B-deildinni hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlum en hann skoraði afar glæsilegt mark úr hraðarupphlaupi í leik gegn Íslendingaliðinu Nordhorn-Lingen á dögunum.

Mark Viktors var lokamark leiksins í tólf marka sigri Elbflorenz, 34-22.

Viktor sem er 25 ára örvhent skytta, á íslenska móður og norskan föður en hann er fæddur og uppalinn í Noregi. Eftir að hafa leikið með Wetzlar skipti hann yfir til Elbflorenz í sumar en liðið er í 4.sæti þýsku B-deildarinnar eftir níu leiki með 14 stig, einu stigi á eftir toppliði Hagen sem Hákon Daði Styrmisson leikur með.

Þetta skemmtilega mark Viktors má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top