Simen Lyse (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
Íslendingaliðið, Kolstad þar sem þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigurjón Guðmundsson leika hefur tekið þá ákvörðun að leika gegn ungverska stórliðinu, Veszprém á sínum heimavelli í Kolstad Arena. Kolstad hefur undanfarin ár leikið heimaleiki sína í Meistaradeildinni í Trondheim Spektrum höllinni en vegna fjárhagserfiðleika og dræmar miðasölu á heimaleikina í Meistaradeildinni hefur félagið til ákvörðun að færa heimaleik sinni í Kolstad Arena. Ákvörðunin kemur í kjölfar fjárhagserfiðleika, þar sem nýlegir heimaleikir hafa leitt til mikils taps. Trondheim Spektrum tekur 8.600 manns í sæti en svo Kolstad tapi hreinlega ekki á því að leika þar þurfa þeir að fá á bilinu 5.000-6.000 áhorfendur. Kolstad Arena höllin tekur 2.500 manns í sæti en þess má til gamans geta að síðasti ósigur Magdeburg í Meistaradeildinni var í Kolstad Arena á síðustu leiktíð. ,,Við teljum að áhættan sé of mikil þegar við þurfum að hafa 6.000 áhorfendur í Trondheim Spektrum til að hagnast. Þegar við erum að tapa peningum vegna leikjanna í Trondheim Spektrum verðum við að færa okkur," sagði framkvæmdastjóri félagésins, Jostein Sivertsen við Adresseavisen. „EHF vill að við spilum í Trondheim Spektrum, en við fengum að að færa okkur að þessu sinni. Þeir sögðu að þetta væri ekki eitthvað sem þeir vildu, en þeir skildu að við værum í krefjandi stöðu,“ segir Sivertsen. Leikurinn gegn Veszprem verður leikinn miðvikudaginn 12. nóvember í Kolstad Arena, sem rúmar 2.500 áhorfendur.
EHF hefur samþykkt beiðni félagsins, en hefur gert það ljóst að flutningurinn eigi aðeins við í þetta eina skipti.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.