Einn sigursælasti leikmaður dönsku deildarinnar yfirgefur Álaborg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Buster Juul (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Vinstri hornamaðurinn, Buster Juul hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og verður þar með nýr maður félagsins frá og með næsta sumri. Samningur hans við félagið gildir til sumarsins 2028.

Juul gengur í raðir Bjerringbro-Silkeborg frá dönsku meisturunum í Álaborg þar sem hann hefur leikið frá árinu 2013. Þar áður lék hann með Skanderborg í þrjú ár. Hann er markahæsti leikmaður Álaborgar frá upphafi.

Aðalþjálfarinn Bjerringbro-Silkeborg, Simon Sørensen, hlakkar til að fá Buster Juul til félagsins.

,,Buster hefur sýnt stöðuga frammistöðu allan sinn feril. Hann er einn af sigursælustu leikmönnum dönsku deildarinnar, svo við erum að fá leikmann á mjög háu stigi og leikmann sem hefur haft jákvæð áhrif á velgengni Álaborgar,“ sagði Simon Sørensen.

„Hann er ein besta vítaskytta deildarinnar og hefur ótrúlega hæfileika að skora mörk á ýmsa vegu í leiknum,” sagði Simon en Buster Juul er 32 ára og á að baki þrjá landsleiki fyrir danska landsliðið. 

Fyrir Buster Juul sjálfan var Bjerringbro-Silkeborg einfalt val.

,,Ég hef brennandi löngun til að spila handbolta á háu stigi, þess vegna var BSH einfalt val fyrir mig. Sögulega séð hefur félagið alltaf verið í fararbroddi og mikill metnaður er hjá félaginu að gera betur. Það hefur verið stór þáttur í því að ég valdi félagið,“ segir hann en hann bætir við að honum hlakki til að leika í JYSK-Arena heimavelli félagsins. Þar segist hann hafa spilað ófáa leiki í mikilli stemningu og það sé mjög erfitt að spila þar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top