Blær Hinriks ((Leipzig)
Í kvöld fóru samtals sjö leikir fram í þýska bikarnum, nóg um spennu, óvænt úrslit og markasýningar þegar liðin börðust um sæti í næstu umferð. Fyrsti leikur dagsins fór fram þegar lið Elbforenz tók á móti Arnari Frey og félögum í Melsungen. Leikurinn var í járnum allan leikinn og í fyrri hálfleik leiddu óvænt Elbforenz með tveimur mörkum. Leikurinn endaði með jafntefli og þurfti að halda til framlengingar. Þar sem Melsungen kreistuðu út tveggja marka sigri 30-32. Arnar Freyr skoraði 2 mörk í leiknum. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Julius Dierberg í liði Elbforenz með 9 mörk. Bailingen sem endaði í 3.sæti í þýsku bikarkeppninni á síðustu leiktíð tóku á móti ríkjandi bikarmeisturum í Kiel. Jafnræði var með liðunum þar til á um 15.mínútu í fyrri hálfleik þá tóku Kiel fjögra marka forystu og má segja að þeir héldu það út mest allan leikinn en leikurinn endaði með fimm marka sigri Kiel. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Sascha Pfatteicher í Bailingen með 8 mörk úr 8 skotum og 1 stoðsendingu. Lærisveinar Arnórs Þórs í liði Bergischer tóku á móti liði Hannover á heimavelli Bergischer. Jafnræði var með liðunum þar til á 22 mínútu þegar að Lukas Stutzke fékk rautt spjald í liði Hannover. Bergischer leiddu í hálfleik með þremur mörkum. Í byrjun seinni hálfleiks komust Bergischer í fimm marka forystu en skyndilega á 5.mínútna kafla skoruðu Bergischer ekki mark í fimm mínútur og jöfnuðu Hannover. Leikurinn endaði í jafntefli og var haldið til framlengingar þar sem Bergischer unnu tveggja marka sigur 40-38. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Noah Beyer með 10 mörk. Í fjórða leik dagsins tók Lemgo á móti lærisveinum Guðjóns Vals Gummersbach í Lemgo borg. Í hálfleik var staðan 17-18 eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að halda forystu. En í seinni hálfleik tóku Lemgo yfirhöndina snemma leiks og héldu henni út leikinn og unnu 30-27 sigur á lærisveina Guðjóns Vals. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Bobby Schagen með 6 mörk úr 7 skotum(86%)skotnýting. TV Grosswallstadt tók á móti íslendingaliði Magdeburg á heimavelli sínum. Magdeburg höfðu yfirburði allan leikinn og leiddu þeir í hálfleik með tólf mörkum. Leikurinn endaði í átján marka sigri 27-45. Ómar Ingi skoraði 4 mörk og gaf eina stoðsendingu, Gísli Þorgeir skoraði 3 mörk og gaf 5 stoðsendingar og Elvar Örn skoraði 1 mark og gaf 1 stoðsendingu. Nordhorn-Lingen tók á móti Blæ Hinriks og félögum í Leipzig. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem liðin gengu til búningsklefa í stöðunni 11–14, þróaðist leikurinn í spennandi einvígi fram á síðustu mínútu. Leipzig héldu frumkvæðinu mestan hluta seinni hálfleiks og voru yfir stærstan hluta leiksins, en Nordhorn-Lingen gafst ekki upp og minnkaði muninn í eitt mark undir lokin. Þrátt fyrir harða baráttu náðu Leipzig að halda forystunni og tryggðu sér að lokum nauman 27–28 sigur eftir dramatískar lokamínútur. Blær Hinriksson skoraði 3 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Tarek Marschall í liði Nordhorn-Lingen með 7 mörk. Síðasti leikur fór fram í Stuttgart þar sem heimamenn tóku á móti Flensburg. Leikurinn hófst af miklum krafti þar sem Flensburg tóku fljótt frumkvæðið með góðum sóknum og öflugum varnarleik. Staðan í hálfleik var 12–17. Í seinni hálfleik jókst munurinn enn frekar þegar Flensburg nýtti hraðaupphlaup og spiluðu frábæra vörn sem og í sókninni. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Flensburg 29–35. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Kai Häfner með 13 mörk og 3 stoðsendingar. Úrslit dagsins: Elbforenz- Melsungen 30-32 Bailingen-Kiel 36-41 Bergischer-Hannover 40-38 Lemgo-Gummersbach 30-27 TV Grosswallstadt-Magdeburg 27-45 Nordhorn-Lingen-Leipzig 27-28 Stuttgart- Flensburg 29-35

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.