Viggó Kristjánsson - Ísland (Harry Langer / dpa Picture-Alliance via AFP)
Dregið hefur verið í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla sem fram fer í Þýskalandi í janúar 2027. Þrjú lið tryggðu sér áfram í aðra umferðina í gegnum 1.umferðina sem lauk um síðustu helgi. Kósovó, Lettland og Tyrkland komust áfram í aðra umferð en auk þeirra voru Belgía, Bosnía, Finnland, Grikklan, Ísraels, Litáen og Slóvakíu sem bættust við í 2.umferðina. Það skýrist síðan í janúar hvaða sex þjóðir bætast við en sex neðstu liðin í sínum riðlum á EM í janúar bætast við í 2.umferðina. Ísland er þar í F-riðli og lendi Ísland í neðsta sæti í sínum riðli mætir Ísland, Lettum. Alexander Petersson er aðstoðarþjálfari landsliðs Lettlands. Svona fór drátturinn í 2.umferðina: Bosnía og Hersegóvína – Kósovó Sigurliðin átta úr þessum viðureignum sem fara fram í mars vinna sér inn sæti í síðasta stigi forkeppninnar í maí. Þá verður dregið í tíu einvígi þar sem 20 þjóðir keppast um tíu farseðla á HM karla sem fram fer í Þýskalandi í janúar 2027.
4. sæti í riðli E á EM’26 – Ísrael
4. sæti í riðli C á EM’26 – Slóvakía
4. sæti í riðli A á EM’26 – Litáen
4. sæti í riðli F á EM’26 – Lettland
Tyrkland – 4. sæti í riðli B á EM’26
Grikland – Belgía.
Finnland – 4. sæti í riðli D á EM’26

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.