Donni var markahæstur í sögulegum leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik á þriðjudagskvöldið þegar lið hans, Skanderborg vann sögulegan sigur í 3.umferð Evrópudeildarinnar á rúmenska liðinu Minaur Baia Mare. Leikurinn fór fram í Baia Mare í Rúmeníu.

Danska liðið vann 18 marka sigur, 45-27 þar sem Donni skoraði hvorki fleiri né færri en tíu mörk í leiknum og gaf fjórar stoðsendingar.

Leikurinn fer í sögubækurnar hjá danska liðinu því aldrei áður hefur Skanderborg skorað jafn mörg mörk í einum leik. Liðið sló því sitt eigið markamet með mörkunum 45 í leiknum.

Rúmenska félagið Minaur Baia Mare sló Stjörnuna út í forkeppni Evrópudeildarinnar. Eftir að liðin hafi gert jafntefli í báðum viðureignum sínum í forkeppninni þurfti að fara í vítakastkeppni þar sem rúmenska liðið hafði betur.

Skanderborg er á toppi síns riðsils með fullt hús stiga og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top