NANTES v BUCURESTI (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
7.umferðin í Meistaradeild Evrópu lauk í gær með fjórum leikjum þar sem tvö Íslendingalið voru í eldlínunni. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk í eins marks tapi Sporting gegn Fuchse Berlín 37-38 á heimavelli. Pólska stórliðið Kielce gerði jafntefli gegn Álaborg 32-32. Viktor Gísli hafði betur gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Wisla Plock 30-24 og þá vann Nantes sjö marka sigur gegn Dinamo Bucuresti. Kielce - Álaborg 32-32 Nantes - Dinamo Bucuresti 35-28 Sporting - Fuchse Berlín 37-38 Barcelona - Wisla Plock 30-24

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.