Aron Dagur Pálsson (Kristinn Steinn Traustason)
HK-ingar endurheimtu tvo leikmenn til baka eftir langvarandi meiðsli í tapi liðsins gegn Val í 10.umferð Olís-deildar í gærkvöldi þegar Brynjar Vignir Sigurjónsson og Aron Dagur Pálsson léku sinn fyrsta leik á tímabilinu. Brynjar Vignir lék þar sinn fyrsta leik með HK eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Aftureldingu í sumar. Brynjar Vignir ristarbrotnaði í æfingaleik gegn Stjörnunni í ágúst. Aron Dagur fór í aðgerð bæði á öxl og hné eftir síðustu leiktíð nú hefur hann náð sér en hann kom lítið við sögu í leiknum í gær. HK tapaði nokkuð sannfærandi með níu mörkum 24-33 í leiknum. Brynjar Vignir kom aðeins við sögu í leiknum og varði eitt skot af þeim sjö sem hann fékk á sig. HK er í 9.sæti deildarinnar með átta stig eftir tíu leiki me jafn mörg stig og Fram og Stjarnan. HK fer í heimsókn á Ásvelli í næstu umferð og mæta þar toppliði Hauka.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.