Frakkarnir fá Dana frá Rúmeníu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Frederik Ladefoged - Dinamo Bucuresti (Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Danski línumaðurinn Frederik Ladefoged gengur í raðir franska stórliðsins, Paris Saint-Germain næsta sumar. Paris Saint Germain tilkynnti þetta af vefsíðu sinni í morgun. Ladefoged gengur í raðir franska liðsins frá rúmenska liðinu Dinamo Bucuresti.

Ladefoged hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en þar eru tveir danskir þjálfarar við stjórvölinn, þeir Stefan Madsen og Henrik Møllgaard.

,,Það er mikill heiður að ganga til liðs við PSG. Þetta er félag í heimsklassa og ég get ekki beðið eftir að skoða París, hitta nýju liðsfélagana mína,” sagði Daninn þegar félagaskiptin voru tilkynnt.

Danski línumaðurinn staldrar því stutt við í Rúmeníu því hann gekk í raðir félagsins frá Bergischer í sumar en hann hafði leikið tvö tímabil undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar í þýsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Sønderjyske í dönsku úrvalsdeildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top