Gidsel heimtaði tveggja daga frí
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Mathias Gidsel - Füchse Berlin (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það er óhætt að segja að það hafi verið í nægu að snúast hjá Fuchse Berlin í síðustu viku. Á fimmtudagskvöldið spilaði liðið gegn Orra Freyr Þorkelssyni og félögum í Sporting í Meistaradeildinni en leikurinn fór fram í Lisabon í Portúgal.

Leiknum lauk með 37-38 sigri Fuchse Berlin og skoraði Mathias Gidsel 13 mörk í leiknum.

Innan við 43 klukkustundum síðar áttu Refirnir frá Berlín leik gegn Kiel í þýsku úrvalsdeildinni á heimavelli. Þeir gerðu sér einnig lítið fyrir og unnu þann leik 32-29 þar sem umræddur Gidsel fór einnig á kostum og skoraði 8 mörk í leiknum.

Gidesl skoraði því 21 mark á innan við tveim sólarhringum og hann tilkynnti Nicolej Krickau þjálfara Fuchse Berlin eftir leikinn gegn Kiel að hann myndi mæta næst á æfingu í dag, þriðjudag.

Fuchse Berlin eiga aftur leik gegn Sporting í vikunni en að þessu sinni fer hann fram á heimavelli þeirra á fimmtudaginn næstkomandi í Meistaradeild Evrópu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top