Orlen Wisla Plock v FC Barcelona (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
8.umferðin í Meistaradeild karla hefst í dag með fjórum leikjum en allir leikir keppninnar eru sýndir í beinni á Livey. Þrír leikir hefjast klukkan 17:45 og einn klukkan 19:45 þegar PSG og Barcelona mætast. Íslendingaslagur fer fram í Ungverjalandi þegar Veszprém og Kolstad mætast. Íslendingalið Magdeburg fer til Króatíu og mætir þar RK Zagreb og í Danmörku mætast Álaborg og Kielce. Fjórir aðrir leikir fara fram á morgun. Riðlakeppnin er hálfnuð og hefst seinni umferðin í dag. Þýsku liðin Magdeburg og Fuchse Berlín eru bæði á toppi síns riðils með fullt hús stiga. Barcelona er í 2.sæti í riðli B með 12 stig og Álaborg er í 2.sæti í A-riðlinum með 11 stig. Handkastið hefur tekið saman tíu markahæstu leikmenn keppninnar eftir 7.umferðina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.