Dinamo Bucuresti (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
8.umferðin í Meistaradeild Evrópu lauk í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslit umferðarinnar var án efa fyrsti sigur Dinamo Bucuresti í keppninni á þessu tímabili er liðið vann Nantes á heimavelli 29-28. Nantes fór alla leið í Final 4 á síðustu leiktíð. Fuchse Berlín eru áfram með fullt hús stiga í A-riðli eftir fjögurra marka sigur á Sporting 33-29 þar sem Orri Freyr Þorkelsson fór hamförum og skoraði átta mörk og var næst markahæsti leikmaður vallarsins á eftir Lasse Andersson leikmanni Berlínar. Fuchse Berlín - Sporting 33-29 Dinamo Bucuresti - Nantes 29-28 GOG - Wisla Plock 28-30 Pick Szeged - Eurofarm Pelister 35-20

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.