KA fyrstir til að tryggja sér í úrslitahelgi Powerade bikarsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

KA - Afturelding (Egill Bjarni Friðjónsson)

KA fékk Fram í heimsókn á Akureyri  fyrsta leik í 8-liða úrslita Powerade bikars í kvöld.

KA var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forystu, Fram hleypti þeim ekki lengra frá sér og skyldi eitt mark milli liða þegar liðin skyldu að í hálfleik, hálfleikstölur 14-13.

Fram náði forystu í fyrsta skipti í leiknum þegar að um 9 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, þeir héldu þeirri forystu ekki lengi og var KA búið að jafna 4 mínútum síðar. Eftir það var jafnræði á liðunum fram að því að um 10 mínútur voru eftir af leiknum, en þá náði KA að slíta sig frá Fram og tryggðu sér í undanúrslitin með fimm marka sigri, lokatölur 30-25.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skilaði góðri frammistöðu, bæði sóknarlega og varnarlega, hann var með 6 mörk, 6 stoðsendingar og 4 löglegar stöðvanir. Markahæsti leikmaður leiksins var Dánjal Ragnarsson hjá Fram með 10 mörk.

Bruno Bernat var með 12 varða bolta í marki KA eða um 32,4% markvörslu, hjá Fram var Breki Hrafn Árnason með 10 varin skot eða um 31,3% markvörslu.

Með þessum sigri er KA fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitahelgi Powerade bikarsins sem mun eiga sér stað 26.-28. Febrúar. Hinar viðureignirnar í 8-liða úrslitum sem eiga sér stað í kvöld munu skera úr um hvaða þrjú lið fylgja KA í úrslitahelgina.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top