Gerir ekki ráð fyrir að Igor spili með Þór eftir áramót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Igor Chiseliov (Egill Bjarni Friðjónsson)

Nýliðar Þórs fara í jólafrí í 11.sæti Olís-deildar karla með sjö stig að loknum 15 umferðum en liðið tapaði lokaleik sínum fyrir áramót gegn ÍBV á heimavelli í síðustu umferð 27-32.

Rætt var um leik Þórs og ÍBV í nýjasta þætti Handkastsins þar sem þeir Ásgeir Jónsson og Einar Ingi Hrafnsson voru gestir þáttarins. Þeir fóru ekki fögrum orðum um Moldóvann, Igor Chiseliov leikmann Þórs og gerði Einar Ingi meðal annars ráð fyrir því að sá leikmaður myndi ekki spila fleiri leiki með Þór á ferlinum.

,,Ég held að Þórsarnir hafi verið komnir frekar snemma í jólafrí. Hópurinn sem heild hafi beðið eftir því að komast í smá frí og þjálfarinn að komast heim til Noregs. Þeir verða að reyna núllstilla sig í þessari pásu, það vantar fleiri vopn í þetta Þórslið. Brynjar Hólm byrjaði tímabilið mjög vel og var mjög öflugur sóknarlega og við vorum að hrósa honum fyrir hans skref þar. Í þessum leik er hann með alltof marga tapaða bolta og er ragur og flæðið í gegnum hann er slappt," sagði Einar Ingi og hélt áfram.

,,Þeir þurfa að endurstilla allan sinn leik í janúar til að reyna ná að komast í öruggt sæti eða fara í úrslitakeppnina eins og markmið þeirra hefur örugglega verið."

Þá var komið að umræðunni um Igor Chiseliov en Ásgeir Jónsson ræddi innkomu hans í fyrri hálfleik er hann kom inn fyrir Brynjar Hólm.

,,Það er móment í fyrri hálfleik þar sem Brynjar Hólm fær skot í andlitið og Igor Chiseliov kemur inná og úff… Hann leit ekki vel út. Hann er í engu standi og kemur inná og sem þjálfari þá held ég að það myndi brotna eitthvað í hausnum á mér ef ég myndi setja leikmann inná í vinstri skyttuna og hann myndi reyna tvö skot yfir hávörn breitt úr skyttunni eins og Igor reyndi."

,,Á þessu mómenti nær ÍBV ákveðnum forskoti og Þór nær aldrei minnka muninn almennilega. Ég er ekki að segja að Igor hafi sturtað leiknum niður fyrir Þórsara en litla innkoman," sagði Ásgeir áður en Einar Ingi greip inn.

,,Ég held að þessi Igor komi ekkert aftur eftir áramót. Hann er ekki þess virði fyrir Þórsarana að hafa þarna.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top