Fetar í fótspor föður síns sem segir valið ekki hafa komið sér á óvart
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már Rúnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson leikmaður Erlangen var valinn í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fer fram um miðjan næsta mánuð. Andri Már er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er að fara á sitt fyrsta stórmót.

Með því fetar hann í fótspor föður síns, Rúnars Sigtryggssonar sem fór á nokkur stórmót með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Rúnar er í dag nýtekinn við liði HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni.

Handkastið sló á þráðinn til Rúnars fyrir jól og spurði hann hvort valið á Andra í EM hópinn hafi komið honum á óvart?

,,Bæði og. Þetta er auðvitað gríðarlega hörð samkeppni og reynslu miklir leikmenn í landsliðinu sem eru að spila með stórum félögum. Það að vera valinn í lokahóp er langt í frá að vera auðvelt.”

Rúnar þjálfaði Andra Má síðustu tímabil hjá Leipzig en Rúnar hætti sem þjálfari Leipzig eftir síðasta tímabil og Andri Már flutti sig um set og gekk í raðir Erlangen.

,,Það sem ég hef séð þá var hann að spila mjög vel en síðan lenti hann í smá meiðsla veseni. En hann hefur náð fyrri styrk í síðustu leikjum og hefur staðið sig vel.”

Rúnar öfundar Snorra Stein ekki að hafa verið í þeirri stöðu að velja 18 manna lokahóp fyrir EM.

,,Þetta er auðvitað ekki einfalt og alltaf spurning með markmenn og hverja þú átt að skilja eftir. Þetta er það erfiða við þetta starf og maður verður að virða það. Það er auðvitað frábært að hafa úr svona mörgum leikmönnum að velja en á sama tíma er það sárt fyrir þá sem þurfa að sitja eftir heima,” sagði Rúnar að lokum.

Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 2.janúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 131
Scroll to Top