Gæsahúð og mikill heiður að vera valinn í landsliðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már Rúnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson leikmaður Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu í janúar er íslenska landsliðið leikur á Evrópumótinu sem hefst 15.janúar í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Andri Már er eini leikmaðurinn í EM-hópi Íslands að þessu sinni sem er á leið á sitt fyrsta stórmót. Andri fékk símtal frá Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara áður en hópurinn var tilkynntur þar sem Snorri tilkynnti honum að hann yrði í hópnum.

,,Snorri hringdi í mig og fór yfir þetta með mér. Það var gæsahúð og mikill heiður að fá kallið,” sagði Andri Már í samtali við Handkastið.

,,Mér líst mjög vel á komandi verkefni og er mjög spenntur fyrir janúar. Nú er bara að vera í toppstandi þegar alvaran tekur við,” sagði Andri en eins og Handkastið greindi frá fyrr í vikunni er leikmaðurinn að glíma við smávægileg meiðsli. Hann gerir hinsvegar ekki ráð fyrir öðru en að vera 100% heill 2. janúar þegar landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi.

,,Þetta er ákveðinn draumur að rætast og er þetta markmið alltaf búið að vera mjög ofarlega á listanum. En maður má ekkert slaka á því núna, nú er bara að vera klár í það hlutverk sem mér er svo ætlað og gera það með fullum fókus,” sagði leikmaður Erlangen, Andri Már Rúnarsson að lokum í samtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top