Alltaf hægt að finna eitthvað til að gagnrýna og vera ósammála
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (ADA)

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti lokahóp sinn fyrir Evrópumótið í síðustu viku í höfuðstöðvum Arion Banka. 

Rætt var um valið í nýjasta þætti Handkastsins þar sem aðal umræðan snerist um örvhentu leikmennnina sem valdir voru í hópinn þar sem Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Kolstad í Noregi og fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár var skilinn eftir heima.

,,Maður getur alltaf fundið eitthvað til að gagnrýna og vera ósammála. Ég hef gagnrýnt Snorra Stein fyrir það hvað þetta hefur alltaf verið allt eftir bókinni hjá honum síðustu lokahópar á stórmótunum. Núna er hann að breyta aðeins hópnum. Hann segir í viðtali að tölfræðin hafi ekki verið þannig að það væri einhver fórnarkostnaður að velja ekki Sigvalda út frá því að velja Teit sem bakvörð varnarlega,” sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins og hélt áfram:

,,Teitur er að skora í kringum eitt mark að meðaltali í leik með Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni. Fyrir mér er hann ekki að fara út sem hægri hornamaður heldur bakvörður í vörn. Er Snorri með þessu ekki eitthvað að hugsa út fyrir boxið? Hann sagði í viðtali að hann þyrfti að hvíla Ómar Inga varnarlega og Viggó hefur verið tæpur.”

Kristinn Björgúlfsson sem var gestur þáttarins benti á að Sigvaldi Björn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.

,,Sigvaldi hefur líka verið svolítið meiddur og Snorri þarf að ná að hvíla Ómar og Viggó. Þá held ég að hann sé með þetta í huga að nota Teit í bakverðinum. Mér fannst Snorri vera frekar skýr á hlutverkinu hans um að hann væri að koma inn til að gera þetta og ekkert annað,” sagði Kiddi.

,,Það sem kom fólkinu í rakarastólnum á óvart var að sjá hversu marga örvhenta hann tók. Það að sjá bæði Teit og Donna í hópnum. Við vorum búnir að velta þeirri sviðsmynd fyrir okkur að ef Sigvaldi yrði ekki með þá yrði Donni tekinn með og gæti leyst hornið í þau skipti sem þurfti,” sagði Stymmi klippari þegar hann var spurður að því hvað fólkið í rakarastólnum hafi sagt eftir að hópurinn var kynntur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 28
Scroll to Top