Kom á óvart að sjá Teit í lokahópnum – Hefur ekki heillað
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Teitur Örn Einarsson (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti lokahóp sinn fyrir Evrópumótið í síðustu viku í höfuðstöðvum Arion Banka. 

Ísland hefur leik á EM föstudagskvöldið 16.janúar er liðið mætir Ítalíu í Kristianstad í Svíþjóð.

Rætt var um valið í nýjasta þætti Handkastsins þar sem aðal umræðan snerist um örvhentu leikmennnina sem valdir voru í hópinn þar sem Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Kolstad í Noregi og fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár var skilinn eftir heima. Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach var valinn í hans stað.

,,Ég skal viðurkenna það að það kom mér á óvart að sjá Teit í lokahópnum. Hann hefur ekkert heillað mig með landsliðinu í þau skipti sem hann hefur fengið tækifæri,” sagði Stymmi klippari og bætti við:

,,Ég tek samt undir þau orð að það er gaman að sjá landsliðshóp sem er ekki sjálfvalinn og það er greinilega einhver pæling þarna á bakvið valið. Það er líka bara gaman að við höfum eitthvað til að ræða um og velta fyrir okkur,” sagði Stymmi klippari.

,,Við höfum oftast geta rætt þá leikmenn sem eru númer 16, 17 og 18 í hópnum, sem er kannski ekki stórmál í stóra samhenginu. En Snorri Steinn er í rauninni fyrir mér að velja fjórar örvhentar skyttur en er með fimm rétthenda leikmenn í tveimur stöðum fyrir utan. Þetta er athyglisvert,” sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins.

Mikið verður rætt og ritað um islenska landsliðið á Handkastinu næstu daga og vikur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 45
Scroll to Top