Fimm leikmenn sem gætu komið heim næsta sumar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur Gautason (Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Ágúst Elí Björgvinsson var kynntur sem nýr leikmaður KA í síðustu viku. Ágúst Elí gengur í raðir KA eftir veru sína í Danmörku undanfarin ár en hann rifti samningi sínum við danska úrvalsdeildarfélagið Ribe-Esbjerg fyrr á tímabilinu.

Ágúst Elí er annar leikmaðurinn sem kemur heim úr atvinnumennsku og gengur í raðir liðs í Olís-deildinni því fyrr í vetur gekk Arnór Snær Óskarsson í raðir Vals frá Kolstad. Þá hefur Hákon Daði Styrmisson staðfest þau tíðindi að hann leiki í Olís-deildinni eftir áramót eftir að hafa leikið í Þýskalandi síðustu ár en enn hefur ekki verið staðfest hvar hann leikur en hann hefur verið orðaður við Val og ÍBV.

Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins tók saman lista yfir fimm leikmenn sem hann telur raunhæft að gætu komið heim og leikið í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Arnar Daði ræddi listann í nýjasta þætti Handkastsins.

Listinn er eftirfarandi:

Elvar Ásgeirsson - Leikmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku
Dagur Gautason - Leikmaður Arendal í Noregi
Tjörvi Týr Gíslason - Leikmaður Oppenweiler/Backnang í Þýskalandi
Grétar Ari Guðjónsson - Leikamaður AEK í Grikklandi
Dagur Sverrir Kristjánsson - Leikmaður Vinslövs í Svíþjóð

Í þættinum færir Arnar Daði rök fyrir því afhverju þessir leikmenn gætu komið heim og hvert þeir gætu farið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 79
Scroll to Top