Viggó laskaður og Ómar Ingi undir miklu álagi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (Kristinn Steinn Traustason)

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands valdi í síðustu viku lokahóp sinn fyrir Evrópumótið sem hefst 15. janúar en Ísland leikur sinn fyrsta leik föstudagskvöldið 16.janúar gegn Ítalíu.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni er í lokahópnum en hann var ekki með á HM í fyrra. Snorri Steinn Guðjónsson var spurður að því hvort Kristján Örn sé valinn sérstaklega að þessu sinni vegna meiðsla Þorteins Leós Gunnarssonar.

,,Það er einn af hlutunum sem spilar inn í þar. Viggó hefur verið að glíma við meiðsli og er hægt að segja hann sé smá laskaður. Svoleiðis hlutur getur alltaf farið í báðar áttir. Eins hefur Ómar  spilað gríðarlega mikið og verið undir miklu álagi. Ég vildi því hafa varnagla á því,” sagði Snorri Steinn í viðtali við Handkastið rétt eftir að hann hafði tilkynnt lokahópinn.

,,Eins er spurningarmerki við Þorstein Leó og því fannst mér mikilvægt að hafa 18 leikmenn klára sem væru þá búnir að vera með okkur allan undirbúninginn. Ég hef alveg valið Donna áður, hann var með okkur allt stórmótið 2024. Hann fékk kannski ekkert margar mínútur þá en ég hef farið yfir það með honum. Ómar og Viggó hafa verið mínir menn og verða það áfram en það er ekkert grafið í stein,” sagði Snorri Steinn og bætti við:

,,Ég vona að Donni setji pressu á þá,” sagði Snorri Steinn og bætti við þeim möguleika að geta sett Ómar Inga á miðjuna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 33
Scroll to Top