Ómar Darri Sigurgeirsson - FH (J.L.Long)
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum fæddum árið 2008 eða síðar er um þessar mundir í Þýskalandi þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti milli jól og nýárs en mótið hefst í dag. Liðið ferðaðist til Þýskalands í gær og leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag klukkan 14:00 á íslenskum tíma gegn Slóveníu. Á morgun leikur liðið tvo leiki, þann fyrri gegn Austurríki og þann seinni gegn Hollandi. Fyrri leikurinn hefst klukkan 10:20 og sá síðari klukkan 14:20. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon eru þjálfarar liðsins að þessu sinni en Snorri Steinn Guðjónsson var í þjálfarateymi liðsins í sumar er liðið vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar. Á mánudaginn er síðan leikið til úrslita á mótinu. Liðið varð fyrir blóðtöku í desember er ljóst varð að Gunnar Róbertsson leikmaður Vals í Olís-deild karla væri meiddur og verður því ekki með liðinu á mótinu að þessu sinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.