Beið rólegur eftir því að hópurinn yrði tilkynntur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Már Elísson (Kristinn Steinn Traustason)

Mikil umræða skapaðist um það áður en Snorri Steinn Guðjónsson valdi lokahópinn sinn fyrir Evrópumótið hvort Bjarki Már Elísson yrði í hópnum á kostnað Stiven Tobar Valencia eða öfugt. Það fór svo að Snorri Steinn kaus að velja Bjarka Má ásamt Orra Frey í vinstra hornið.

Bjarki Már er einn reynslu mesti leikmaður íslenska landsliðsins og segist ekki hafa verið farinn að velta því fyrir sér hvort hann væri búinn að leika á sínu síðasta stórmóti fyrir íslenska landsliðið áður en hópurinn var tilkynntur.

,,Ég var nú ekkert farinn að hugsa út í það. Ég beið rólegur eftir því að hópurinn yrði tilkynntur og var síðan glaður þegar ég fékk símtalið. Ég hef alltaf verið þakklátur því að vera í íslenska landsliðinu og hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut. Ég var ekkert að velta því fyrir mér hvort síðasta stórmót hafi verið það síðasta hjá mér. Það verður bara að koma í ljós hvenær það verður,” sagði Bjarki Már sem er næst elsti leikmaður liðsins á eftir Björgvini Páli Gústavssyni.

,,Ég var næst elstur í hópnum líka í fyrra og hef verið það síðustu ár. Ég held að mitt hlutverk verði eins. Ég ætla reyna vera leiðtogi í hópnum og halda uppi góðri stemningu og reyna passa upp á það að allir verði á tánnum. Ég held að það breytist ekki neitt,” sagði Bjarki en jafnaldri hans, Aron Pálmarsson lagði skóna á hilluna á síðasta ári og verður því ekki með íslenska landsliðinu á EM í janúar.

Viðtalið við Bjarka má sjá í heild sinni hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 39
Scroll to Top