Hvernig gengur Haukum að spila án Elínar Klöru?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar ((Kristinn Steinn Traustason)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 19 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Hauka.

Kvennalið Hauka náðu í langþráðan titil á síðustu leiktíð þegar þær unnu Fram í úrslitum Powerade-bikarsins. Liðið þurfti hinsvegar að sætta sig við tap gegn Val í úrslitaeinvíginu þar sem liðið var heillum horfið. Nú þarf liðið að gefa í og stefna hærra án síns lang mikilvægasta leikmanns síðustu tímabila, Elínar Klöru Þorkelsdóttur sem er farin í atvinnumennsku.

Þjálfarinn:
Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir eru að fara inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Góður stígandi hefur verið á liðinu frá því að þau tóku við. Nú er að þeirra að taka liðið á næsta þrep í stiganum.

Breytingar:
Elín Klara Þorkelsdóttir besti leikmaður Hauka undanfarin ár er farin í atvinnumennsku. Haukar hafa hinsvegar gert vel á leikmannamarkaðnum og sóttu til að mynda landsliðsskyttuna, Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur frá Svíþjóð. Eins hafa þær styrkt breiddina í útilínunni með Emblu Steindórsdóttur og Anítu Eik Jónsdóttur.

Lykilmenn:
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Sara Sif Helgadóttir

Fylgist með:
Aníta Eik Jónsdóttir gekk í raðir Hauka frá uppeldisfélagi sínu HK. Fær nú tækifæri í deild þeirra bestu. Skemmtilegur leikstjórnandi sem gæti komið með skemmtilegan blæ inn í lið Hauka sem þarf að fylla það skarð sem Elín Klara skilur eftir sig.

Framtíðin:
Ebba Guðríður Ægisdóttir er að ganga upp úr 4.flokki félagsins. Er enn að bíða eftir fyrsta tækifærinu með meistaraflokki Hauka en gæti hæglega fengið það tækifæri á þessu tímabili. Bráðefnilegur leikstjórnandi sem hefur mikinn leikskilning. Var í stóru hlutverki með U17 ára landsliði Íslands í verkefnum sumarsins.

Við hverju má búast:
Þrátt fyrir að hafa misst Elínu Klöru þá hefur liðið sótt leikmenn til að fylla hennar skarð og gott betur en það. Breiddin í útilínunni er orðin töluvert meiri. Haukaliðið á að setja sér það markmið að keppast um alla þá titla sem í boði eru. Þær verða andandi í hálsmálið á Valsliðinu ef allt er eðlilegt.

Sjá einnig:
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 32
Scroll to Top