Dæmdur í fjögurra leikja bann eftir brotið á Selfossi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Breki Oddnýjarson (Fjölnir handbolti)

Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Aron Breka Oddnýjarson leikmann Fjölnis í Grill66-deildinni í fjögurra leikja bann eftir brot hans undir lok leiks Fjölnis og Selfoss 2 um síðustu helgi.

Handkastið greindi frá brotinu fyrr í dag en hægt er að sjá atvikið hér.

Þá úrskurðaði aganefnd HSÍ Þórð Tandra Ágústsson leikmann Þórs og Jón Ásgeir Eyjólfsson leikmann Stjörnunnar í eins leiks bann en þeir fengu báðir rauð spjöld í 1.umferð Olís-deildarinnar.

Þar með er ljóst að Þórður Tandri verður ekki með Þór gegn Fram í 2.umferðinni og Jón Ásgeir missir af leik Stjörnunnar gegn ÍBV.

Í úrskurði aganefndar HSÍ við atviki Arons Breka segir:

Aron Breki Oddnýjarson leikmaður Fjölnis hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik Selfoss 2 og Fjölnis í Grill 66 deild karla þann 06.09.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b). 

Með úrskurði aganefndar dags. 09.09.2025 var Fjölni gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna málsins.

Greinargerð barst frá Fjölni. Hefur aganefnd farið yfir sjónarmið félagsins.

Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í fjögurra leikja bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 1. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Leikbannið tekur gildi 11.09.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top