Liðsmenn Porto sækjast eftir að komast í Meistaradeildina (Baldur Þorgilsson)
Í kjölfar sigurs SC Magdeburg á Füchse Berlin í TruckScout24 EHF FINAL4 á sunnudaginn hefur EHF staðfest þau 19 félög sem skráð eru til þátttöku í Meistaradeildinni tímabilið 2025/26. Samtals 10 félög, þar á meðal Magdeburg og Fuchse Berlin, sem komust í úrslit í TruckScout24 EHF FINAL4, ásamt Barcelona, sem komust í undanúrslitin, hafa fengið fast sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fjórða liðið sem tók þátt í undanúrslitahelginni, síðustu helgi, Nantes þarf að bíða til 24.júní til að sjá hvort þeir fái þátttökurétt í keppninni á næsta tímabili. Níu félög til viðbótar hafa sótt um uppfærslu á sæti. Leikjafyrirkomulag Meistaradeildinni helst óbreytt, þar sem alls 16 lið spila riðlakeppnina, þar sem leikið er í tveimur átta liða riðla. Tvö efstu lið riðilsins sleppa við fyrstu umferð útsláttarkeppninnar en lið númer 4-6 í riðlunum fara í fyrstu umferðina. Í kjölfarið tekur við 8-liða úrslit. Sigurliðin í 8-liða úrslitunum mætast síðan í undanúrslitum sem fer fram í Lanxess Arena í Köln um miðjan júní mánuð árið 2026. Matshópurinn mun meta beiðnirnar um uppfærslur og lokauppsetningin fyrir Machineseeker EHF Meistaradeildina 2025/26 verður staðfest 24. júní. Hér að neðan má sjá þau tíu lið sem eru komin inn í riðlakeppni Meistaradeildinnar á næsta tímabili. Um er að ræða sigurvegara í heimalöndum þeirra þjóð sem eiga fast sæti í Meistaradeildinni. HC Zagreb - Króatía GOG - Danmörk
Aalborg Håndbold - Danmörk
Barcelona - Spánn
Paris Saint-Germain Frakkland
Füchse Berlín - Þýskaland
SC Magdeburg - Þýskaland
One Veszprém HC - Ungverjaland
Orlen Wisla Plock - Pólland
Sporting CP - Portúgal
Dinamo Bucuresti - Rúmenía
Níu félög sem óska eftir uppfærslu og möguleika í 16 liða Meistaradeild en einungis er laust fyrir sex þeirra:
HBC Nantes - Frakkland
OTP Bank - PICK Szeged - Ungverjaland
HC Eurofarm Pelister - Makedónía
Kolstad - Noregur
Industria Kielce - Pólland
FC Porto - Portúgal
RD LL Grosist Slovan - Slóvenía
Kadetten Schaffhausen - Sviss
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.