Ellefu Íslendingar leika í Meistaradeildinni
(Kristinn Steinn Traustason)

Janus Daði spilar í Meistaradeildinni. (Kristinn Steinn Traustason)

Evrópska handboltasambandið gaf það út í morgun hvaða sextán lið leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Magdeburg eru ríkjandi Evrópumeistarar.

Tíu lið voru fyrir daginn í dag búin að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeildinni sem landsmeistarar í sínu heimalandi en níu lið sóttust eftir sex lausum sætum sem voru eftir í keppninni. Leikið er í tveimur átta liða riðlum þar sem tvö efstu lið riðlanna sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Tvö neðstu lið riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina og eftir standa því tólf lið.

Kielce (Pólland) , Pick Szeged (Ungverjaland), Kolstad (Noregur), Nantes (Frakkland), Pelister (Norður-Makedónía) og GOG (Danmörk) voru þau sex lið sem bættust við í dag en áður höfðu; Magdeburg (Þýskaland), Fuchse Berlín (Þýskaland), Barcelona (Spánn), PSG (Frakkland), Álaborg (Danmörk), Sporting (Portúgal), Zagreb (Króatía), Veszprém (Ungverjaland), Wisla Plock (Pólland), Dinamo (Rúmenía) verið staðfest til keppni.

Það er því ljóst að sex Íslendinga lið leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili og alls ellefu leikmenn. Það eru þeir:

Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon (Magdeburg)

Viktor Gísli Hallgrímsson (Barcelona)

Orri Freyr Þorkelsson (Sporting)

Arnór Snær Óskarsson, Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sigurjón Guðmundsson (Kolstad)

Bjarki Már Elísson (Veszprem)

Janus Daði Smárason (Pick Szeged)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top