Úrvalslið EHF EHF
Það kemur sennilega ekki mörgum á óvart að landsliðsmaðurinn, Gísli Þorgeir Kristjánsson sé í úrvalsliði Evrópu. Handknattleikssamband Evrópu, EHF stóð fyrir vali á úrvalsliði Evrópu eftir að úrslitahelgin í Meistaradeildinni lauk um miðjan júní. Gísli er eini Íslendingurinn í hópnum en einnig komu Ómar Ingi Magnússon, liðsfélagi Gísla hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg, og Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður Sporting Lissabon til greina í kjörinu sem almenningi stóð til boða að taka þátt í ásamt útvöldum hópi fjölmiðlamanna, handknattleiksmanna og þjálfara en fimm leikmenn úr hverri stöðu komu til greina. Gísli Þorgeir fór á kostum með liði Magdeburg í Meistaradeildinni í vetur. Skoraði sigurmark liðsins í 8-liða úrslitunum sem tryggði þeim sigur í einvíginu gegn Veszprém og svo fór á hann á kostum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Fuchse Berlín þar sem hann var að lokum valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar, MVP. Fjórir af átta leikmönnum úrvalsliðsins eru danskir landsliðsmenn og þá á Magdeburg þrjá fulltrúa í liðinu. Mathias Gidsel var valinn besta hægri skyttan og Emil Jakobsen leikmaður Flensburg hafði betur í valinu gegn Orra Frey í vinstra horninu. Vinstra horn: Emil Jakobsen - Danmörk, SG Flensburg-Handewitt
Úrvalslið Evrópu fyrir tímabilið 2024 til 2025 er skipað eftirtöldum:
Vinstri skytta: Felix Claar - Svíþjóð, SC Magdeburg
Miðjumaður: Gísli Þorgeir Kristjánsson - Ísland, SC Magdeburg
Hægri skytta: Mathias Gidsel - Danmörk, Füchse Berlin
Hægra horn: Mario Sostaric - Króatía, OTP Bank – PICK Szeged
Línumaður: Ludovic Fabregas - Frakkland, One Veszprém HC
Markvörður: Emil Nielsen - Danmörk, Barcelona
Varnarmaður: Magnus Saugstrup - Danmörk, SC Magdeburg
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.