Bolti Handbolti (Kristinn Steinn Traustason)
Danska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér í dag sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðan 2005 þegar þeir unnu Portúgali 29-26. Danir leiddu allan leikinn og var staðan 14-10 í hálfleik þeim í vil. Frederik Emil Pedersen leikmaður GOG var markahæstur með 9 mörk og Magnus Storgaard Pedersen kom þar næstur á eftir með 6 mörk, hann var einnig valinn í úrvalslið mótsins. Ricardo Brandao var markahæstur hjá Portúgölum með 6 mörk. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Dana í þessum aldursflokki en fyrri titlar þeirra komu 2005, 1999 og 1997. Fyrri í dag höfðu Færeyingar tryggt sér bronsið með sigri á Svíum svo það er óhætt að segja að framtíðin sér björt á Norðurlöndunum. Færeyski landsliðsmaðurinn Óli Mittún var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins en hann færir sig einmitt um set í sumar og gengur til liðs við GOG. Mótið fór fram í Póllandi og hafnaði íslenska landsliðið í 18.sæti eftir að hafa tapað leiknum um Forsetabikarinn 38-25 gegn Serbíu.
Úrvalsliðs mótsins má sjá hér að neðan:
MVP: Óli Mittún (Færeyjar)
Markmaður: Diogo Rema Marques (Portúgal)
Vinstri Horn: Joao Lourenco (Portúgal)
Vinstra skytta: Noah Martinsson (Svíþjóð)
Miðjumaður: Axel Månsson (Svíþjóð)
Hægri skytta: Magnus Storgaard Pedersen (Danmörk)
Hægra horn: Nikolaj Larsson (Danmörk)
Línumaður: Moaz Azab (Egyptaland)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.