Miklar breytingar hjá Barcelona
(Kristinn Steinn Traustason)

Viktor Gísli Hallgrímsson (Kristinn Steinn Traustason)

Barcelona stendur frammi fyrir mikilli endurskipulagningu fyrir tímabilið sem framundan er. Íþróttastjóri félagsins, Enric Masip hefur hrint af stað byltingu sem hefur leitt til þess að tólf leikmenn hafa yfirgefið liðið og sjö nýir leikmenn hafa komið, þar á meðal landsliðsmarkvörðurinn, Viktor Gísli Hallgrímsson.

Félagið er í erfiðri fjárhagsstöðu og hefur félagið tekið þá ákvörðun að fjárfesta meira í ungum leikmönnum úr sinni eigin akademíu. Þetta er greint frá af fjölmiðlinum Culé Mania.

Masip, sem var lykilmaður í goðsagnakennda draumaliði Barcelona undir stjórn Valero Rivera seint á tíunda áratugnum, er arkitektinn á bak við ákvarðanir og stefnu félagsins. Árið 2021 stóð hann að baki uppsögnum bæði íþróttastjórans David Barrufet og þjálfarans Xavi Pascual. Nú, fjórum árum síðar, hafa hann og þjálfarinn Antonio Carlos Ortega samþykkt nýja stefnu til að tryggja framtíð félagsins.

Sterkir leikmenn inn – og margir út

Það er þó alls ekki staðan að Barcelona sem fór alla leið í Final4 í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð ætli eitthvað að slaka á. Hinsvegar hefur félagið tekið ákvörðun að fækka dýrum og reyndum atvinnumönnum í hópnum og vilja frekar yngja upp hópinn.

Auk Viktors Gísla hefur félagið sótt gríðarlega reynslu mikla leikmenn fyrir næsta tímabil. Má meðal annars nefna línumanninn Ludovic Fàbregas, sem snýr aftur til félagsins eftir dvöl í Veszprém. Þar að auki hafa Dani Fernández og Seif Elderaa verið fengnir til liðsins, en þrír ungir hæfileikaríkir leikmenn frá La Masia (Akademíu Barcelona)þeir, Ian Barrufet, Djordje Cikusa og Óscar Grau – fá tækifæri í aðalliðinu.

Þeir þrír síðast nefndu eru allir afar efnilegir leikmenn sem fá stærra tækifæri með félaginu á næstu leiktíð. Barrufet lék með Melsungen á láni á síðustu leiktíð og Djordje Cikusa lék í Frakklandi með Montpellier.

Aftur á móti kveðja tíu leikmenn félagið í sumar og sumir hverjir engir smá prófílar. Við erum að tala um, Gonzalo Pérez de Vargas, Aitor Ariño, Hampus Wanne, Thiagus Petrus, Melvyn Richardson, Juan Palomino, Javi Rodríguez, Pol Valera, Jaime Gallego og Vincent Gérard.

Brottför Pérez de Vargas, Ariño og Wanne markar sérstaklega mikla breytingu, þar sem þeir hafa verið meðal mikilvægustu leikmanna Barcelona á tímum Ortega.

Nielsen og Makuc fara næsta sumar

Fjárhagsáætlun Barcelona fyrir handknattleikslið félagsins fyrir komandi tímabil er áætluð á bilinu átta til níu milljónir evra - svipað og núverandi. Samkvæmt Masip og Ortega er markmiðið að byggja upp sjálfbærara lið þar sem stjörnur og innlendir leikmenn eru uppistaðan í hópnum.

Á sama tíma hefur þegar verið staðfest að tveir af stærstu leikmönnum félagsins - markvörðurinn Emil Nielsen og leikstjórnandinn Domen Makuc - munu yfirgefa félagið eftir næsta tímabil. Nielsen fer til ungverska félagsins Veszprém, en Makuc er að fara til þýska félagsins THW Kiel. Barcelona hefur þegar tryggt sér markvörðinn, Sergey Hernández núverandi leikmann Magdeburg í stað Emil Nielsen frá og með tímabilinu 2026/2027.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top