Veszprem reynir við tvær örvhentar stjörnur
(CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Bence Imre ásamt Domagoj Duvnjak (CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ungverska stórliðið One Veszprém er enn að bíða eftir fyrsta Meistaradeildartitlinum og það markmið hvetur félagið til að reyna sækja bestu leikmenn heims, ár eftir ár. Til að mynda var Aron Pálmarsson sóttur um mitt tímabil frá FH á síðustu leiktíð. Aron átti að vera síðasta púslið í vegferðinni að sækja Meistaradeildartitilinn á síðustu leiktíð.

Það var hinsvegar MVP úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni, Gísli Þorgeir Kristjánsson sem sá til þess að Veszprem komst ekki einu sinni í fjögurra liða úrslitahelgina, Final4 með sigurmarki í blálokin í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum.

Veszprém hefur haft skýrt markmið í nokkur ár að fá heimsstjörnur til félagsins til að komast alla leið í Meistaradeildinni. Stjóri félagsins, Csarba Bartha, sagði nýlega við Sport1TV í Ungverjalandi að þeir vilji fá úrvalsmenn til félagsins sem geta komið félaginu á toppinn í Evrópu.

Einn af þeim leikmönnum sem hefur verið sterklega orðaður við Veszprém er örvhenti hornamaður Kiel og ungverska landsliðið Bence Imre. Samningur Imre við Kiel rennur út á næsta ári. Veszprém hefur sýnt mikinn áhuga á að fá hann ásamt, ásamt Gergö Fazekas og Zoran Ilic.

„Við erum mjög nálægt því að Bence Imre spili í Veszprém en ekki í Kiel,“ sagði Bartha aðspurður út í þann orðróm að örvhenti hornamaður Kiel og ungverska landsliðið væri á leið til Veszprém næsta sumar.

Bence Imre sjálfur er varkár við að draga ályktanir um framtíð sína. Hann sagði við Nemzeti Sport:

,,Það er heiður að félag eins og Veszprém hafi samband við mig. Það gefur mér sjálfstraust. Ég er rólegur og bíð spenntur. Mitt fyrsta forgangsverkefni er að setjast niður og tala við Kiel, sem hefur alltaf verið minn fyrsti tengiliður,“ sagði Imre semleggur einnig áherslu á að honum líði vel í Kiel. Hjá Kiel deilir hann hægri hornamannastöðunni með Þjóðverjanum, Lukas Zerbe. Í Veszprém myndi hann mæta mikilli samkeppni frá franska landsliðsmanninum, Yanis Lenne.

Á tímabilinu sem nýlega lauk spilaði Imre 33 deildarleiki fyrir THW Kiel og skoraði 99 mörk. Hann átti einnig stóran þátt í sigri liðsins í DHB-bikarsins og Evrópudeildarinnar.

Íþróttastjóri Kiel, Viktor Szilagyi, sagði nýlega við SHZ: „Bence er með samning við THW Kiel, hefur átt gott tímabil og dafnar hjá okkur. Það er ekki óalgengt að hann veki áhuga frá efstu félögum með frammistöðu sinni. Tvö ungversk félög hafa fylgst náið með honum síðan hann skrifaði undir samning við okkur. Það er ekkert meira að segja í augnablikinu.“

Skiptir Martinovic yfir í sumar?

En Bence Imre er ekki eini örvhenti leikmaðurinn sem er sterklega orðaður við Veszprém því það bendir allt til þess að króatíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Rhein-Neckar Lowen í þýsku úrvalsdeildinni verði leikmaður Veszprem einn daginn.

Nú er hinsvegar stóra getgátann hvort Martinovic verði leikmaður ungverska liðsins strax í sumar en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Hvort þeim tekst að tryggja sér félagaskiptin strax í sumar er óvíst, en samningaviðræður milli aðilanna er í gangi.

(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Photo: Marius Becker/dpa (Photo by MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top