Gæti átt yfir höfði sér fimm ára keppnisbann
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Myndin tengist ekki fréttinni. (Egill Bjarni Friðjónsson)

Upp er komið alvarlegt mál í Noregi þar sem kærunefnd norska lyfjaeftirlitsins hefur sent mál til dómnefndar norska íþróttasambandsins. Það var Vísir sem fjallaði um málið í gær.

Um alvarlegt mál er að ræða þar sem sagt er að kærunefndin vilji að leikmaðurinn verði dæmdur í fimm ára bann fyrir alvarlegt lyfjamisferli.

NRK segir frá því að um sé að ræða karlkyns leikmann en nafn leikmannsins er ekki gefið upp í umfjöllun norskra fjölmiðla. Leikmaðurinn féll á lyfjaprófi sem var tekið eftir keppnisleik hans í nóvember árið 2024. Í sýni hans fundust sterar og efni eins og abuprenorphine og Carboxy-THC.

Fari svo að maðurinn yrði dæmdur í fimm ára keppnisbann eins og lyfjaeftirlitið vill mætti viðkomandi leikmaður hvorki keppa eða taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsefmi á meðan þvert á allar íþróttir.

Það sem vekur þó athygli í þessu öllu saman er að ekki er um að ræða handboltamann eins og Vísi greindi frá heldur iðkanda í sjómanni eða "Handbåk" á norsku (Armwrestling á ensku).

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top