Þjálfari Wisla Plock gagnrýnir reglurnar í Póllandi
(PETER KNEFFEL / dpa Picture-Alliance via AFP)

Sabaté þjálfaði tékkneska landsliðið. (PETER KNEFFEL / dpa Picture-Alliance via AFP)

Hinn margreyndi spænski þjálfari pólsku meistarana í Wisla Plock, Xavier Sabaté gagnrýnir harðlega reglur sem eru gildandi í pólsku úrvalsdeildinni. Segir hann að um sé að ræða reglu sem hafi brugðist.

Reglan sem Sabate gagnrýnir er sú að liðin í pólsku úrvalsdeildinni hafa verið skylt til þess að vera með að lágmarki tvo pólska leikmenn inni á vellinum á sama tíma. Hefur þessi regla verið í gildi síðustu sex timabil.

„Að mínu mati hafa gildandi reglur í Póllandi algjörlega brugðist,“ lýsti Xavi Sabaté frá Płock yfir í viðtali við TVP Sport. „Það hefur ekki hjálpað landsliðinu að komast áfram, hvorki á EM né HM. Þvert á móti, við erum að fara aftur á bak á hverju ári.“

„Þetta er ekki að hjálpa til við að þróa hæfileika ungra leikmanna. Það þarf að breyta þessari reglu og það fljótt," segir Sabaté sem segir að með reglunni sé verið þröngva heimamönnum til að spila, leikmönnum sem væri betra að lána einhvert annað þar sem leikmenn myndi þróa sinn leik. Fáir ungir pólskir leikmenn flytji úr landi og þrói þannig sinn leik.

„Í Svíþjóð spila leikmenn nokkur tímabil heima og fara síðan erlendis til að keppa á hærra stigi leiksins. Það er alvöru þjálfun,“ segir Sabaté og nefnir einnig Sviss, sem fylgir svipaðri nálgun.

Þjálfari Wisła Płock fagnar engu að síður nýlegum félagaskiptum hins unga Milosz Walach frá Kielce til Vardar Skopje. „Þetta er nákvæmlega það sem við þurfum: að leyfa leikmönnum okkar að fara út, læra og upplifa lífið á annan hátt. Pólskur handbolti mun njóta góðs af því.“

Pólska landsliðið komst ekki uppúr riðli sínum á HM í janúar og lék þar um Forsetabikarinn. Gengi pólska landsliðsins á síðustu stórmótum hefur valdið heimamönnum vonbrigðum en Pólland verður í riðli með íslenska landsliðinu á EM á næsta ári.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top