Bestu félagaskipti síðasta sumars
(Kristinn Steinn Traustason)

Janus Daði Smárason (Kristinn Steinn Traustason)

Eftir hvert tímabil velur handboltavefsíðan, Handball-Planet.com bestu félagaskipti ársins.

Bestu félagaskipti síðasta sumars miðað við frammistöðuna hjá nýju liði samkvæmt Handball-Planet voru félagaskipti Spánverjans, Antonio Serradilla frá Elverum til Magdeburg en Serradilla leikur lykilhlutverk í miðri vörn Magdeburg sem enduðu tímabilið á sigri í Meistaradeildinni.

Pick Szeged gerði vel síðasta sumar og sóttu þá Lazar Kukic frá Dinamo Bucharesti og Janus Daða Smárason frá Magdeburg, eru þeir í 3. og 5.sæti á listanum en Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach gerði vel og sótti Dominik Kuzmanovic í markið frá Nexe í Króatíu. Þau félagaskipti eru í 3.sæti yfir bestu félagaskipti síðasta sumars.

Hér að neðan má sjá 15 bestu félagaskipti síðasta sumars:

  1. Antonio Serradilla (Elverum Handball – SC Magdeburg)
  2. Lazar Kukic (Dinamo Bucharest – OTP Bank Pick Szeged)
  3. Dominik Kuzmanovic (RK Nexe Nasice/CRO – VfL Gummersbach)
  4. Janus Smarason (SC Magdeburg – OTP Bank Pick Szeged)
  5. Emil Madsen (GOG Håndbold/DEN – THW Kiel)
  6. Constantin Möstl (Alpla HC Hard / TBV Lemgo)
  7. Tobias Grondahl (Elverum – GOG)
  8. Nicolas Tournat (Kielce – Nantes)
  9. Joze Baznik (Nimes – PAUC)
  10. Noam Leopold (Pfadi Winterthur – HBC Nantes)
  11. Nikola Mitrevski (FC Porto – RK Eurofarm Pelister)
  12. Dmytro Horiha (Al Arabi – RK Vardar)
  13. Ian Barrufet (FC Barcelona/ESP – MT Melsungen)
  14. Ayoub Abdi (Fenix Toulouse – HBC Nantes)
  15. Yoav Lumbroso (Eisenach – Dinamo Bucuresti)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top