Kiel (CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)
Stórveldið Kiel í þýsku bundesligunni má muna sinn fífil fegurri eftir erfitt gengi undanfarin ár í deildinni og þeir misstu af sæti í meistaradeildina annað árið í röð á nýliðnu tímabili. Félagið er í ákveðnum fjárhagslegum stormi þessa dagana en vonin lifir hjá þeim hvítu og svörtu. Félagið hefur tapað mörgum milljónum og gamlir samningar eru að setja áframhaldandi álag á fjármálin og samkvæmt HANDBALL inside voru einhverjar umræður innan félagsins um mögulegt gjaldþrot. En vonin er ennþá til staðar eftir innspýtingu fjárfesta, hækkað eigið fé og breytingar á leigunni á heimavelli félagsins Wunderino Arena. Þessir hlutir hafa gefið félaginu ákveðna innspýtingu og andrými til að einbeita sér að framtíð félagsins. Kiel einbeitir sér nú að ákveðni endurskipulagningu með nýjum fjárfestum og horfir bjartsýnt fram á við, stefnan er skýr hjá stórveldinu - að komast aftur á toppinn bæði heima fyrir og í alþjóðlegum handbolta.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.