Arnar Freyr fær nýjan liðsfélaga (Balur Þorgilsson)
Hvít-rússneska, stórskyttan Uladzislau Kulesh skiptir á milli liða í þýsku úrvalsdeildinni. Hefur Kulesh skrifað undir sex mánaða samning við MT Melsungen. Kulesh lauk sínu þriðja tímabili með TSV Hannover-Burgdorf en samningur hans rann út á dögunum. Hann hefur nú gert stuttan, sex mánaða samning við Melsungen en hann á að leysa af danska landsliðsmanninn, Aaron Mensing sem glímir við meiðsli. ,,Ég vildi virkilega vera áfram í Bundesligunni. Melsungen er með mjög gott lið sem hefur þróast mjög vel undanfarin ár," sagði Kulesh við vefsíðu Melsungen. Melsungen, sem barðist um Þýskalandstitilinn allt fram að lok tímabils þurfti að skyttu að halda, tímabundið til að byrja með. ,,Ég er ánægður að Kulesh sé að ganga til liðs við okkur með svo stuttum fyrirvara. Hann hefur þá hæfileika sem okkur hefur vantað síðan Aaron meiddist," segir íþróttastjórinn Michael Allendorf við vefsíðu félagsins. Kulesh gengur til liðs við Melsungen á frjálsri sölu, með möguleika á að klára tímabilið en sú ákvörðun verður tekin um áramótin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.