Stærstu félagaskipti sumarsins (1/4)
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Gísli Hallgrímsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Handkastið fékk til sín færustu handboltasérfræðinga Evrópu til að taka saman tuttugu stærstu félagaskipti sumarsins í evrópska boltanum. Ætlum við að birta félagaskiptin í fjórum fréttum.

Hér að neðan má sjá ein af fimm stærstu félagaskiptum sumarsins en síðar birtum við næstu fimm stóru félagaskipti og svo koll af kolli. Listinn er ekki birtur í neinni ákveðinni röð.

Agustin Casado til Montpellier frá Veszprem
Spænski leikstjórnandinn ætlar að spila í Frakklandi í fyrsta skipti á ferlinum. Eftir tvö ár í Ungverjalandi og þar áður í Melsungen. Casado er 29 ára og lykilmaður í spænska landsliðinu.

Aleks Vlah til Kielce frá Álaborg
Hinn 27 ára slóvenski leikstjórnandi hefur sagt skilið við Danmörku eftir tveggja ára veru þar og er mættur til Póllands. Algjör lykilmaður í liði Álaborgar síðustu tvö tímabil og í slóvenska landsliðinu.

Juri Knorr til Álaborgar frá RN-Lowen
Ein óvæntustu félagaskipti ársins þegar stjarnan í þýska landsliðinu yfirgaf Rhein-Neckar Lowen fyrir dönsku risanna í Álaborg. Hefur átt frábær tímabil síðustu ár með RN-Lowen og skilur eftir sig stórt skarð þar. Nú fær Knorr hinsvegar tækifæri í Meistaradeildinni.

Melvyn Richardson til Wisla Plock frá Barcelona
Franski landsliðsmaðurinn var í skugganum á Dika Mem hjá Barcelona en nú fær hann að vera stóri kallinn hjá Wisla Plock sem missir allar sínar örvhentu skyttur í sumar. Richardson er 28 ára.

Viktor Gísli Hallgrímsson til Barcelona frá Wisla Plock
Verst geymda handbolta-leyndarmál síðari ára. Viktor Gísli skipti yfir til Wisla Plock frá Nantes fyrir síðasta tímabil en það vissu það flestir að á endanum myndi hann ganga í raðir Barcelona. Viktor á að fylla skarð spænska landsliðsmarkvarðarins, Perez De Vargas sem gengur í raðir Kiel. Viktor verður í samkeppni við besta markvörð heims, Emils Nielsen í eitt ár áður en Nielsen yfirgefur Barcelona.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top