Viktor Gísli Hallgrímsson (Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið fékk til sín færustu handboltasérfræðinga Evrópu til að taka saman tuttugu stærstu félagaskipti sumarsins í evrópska boltanum. Ætlum við að birta félagaskiptin í fjórum fréttum. Agustin Casado til Montpellier frá Veszprem Aleks Vlah til Kielce frá Álaborg Juri Knorr til Álaborgar frá RN-Lowen Melvyn Richardson til Wisla Plock frá Barcelona Viktor Gísli Hallgrímsson til Barcelona frá Wisla Plock
Hér að neðan má sjá ein af fimm stærstu félagaskiptum sumarsins en síðar birtum við næstu fimm stóru félagaskipti og svo koll af kolli. Listinn er ekki birtur í neinni ákveðinni röð.
Spænski leikstjórnandinn ætlar að spila í Frakklandi í fyrsta skipti á ferlinum. Eftir tvö ár í Ungverjalandi og þar áður í Melsungen. Casado er 29 ára og lykilmaður í spænska landsliðinu.
Hinn 27 ára slóvenski leikstjórnandi hefur sagt skilið við Danmörku eftir tveggja ára veru þar og er mættur til Póllands. Algjör lykilmaður í liði Álaborgar síðustu tvö tímabil og í slóvenska landsliðinu.
Ein óvæntustu félagaskipti ársins þegar stjarnan í þýska landsliðinu yfirgaf Rhein-Neckar Lowen fyrir dönsku risanna í Álaborg. Hefur átt frábær tímabil síðustu ár með RN-Lowen og skilur eftir sig stórt skarð þar. Nú fær Knorr hinsvegar tækifæri í Meistaradeildinni.
Franski landsliðsmaðurinn var í skugganum á Dika Mem hjá Barcelona en nú fær hann að vera stóri kallinn hjá Wisla Plock sem missir allar sínar örvhentu skyttur í sumar. Richardson er 28 ára.
Verst geymda handbolta-leyndarmál síðari ára. Viktor Gísli skipti yfir til Wisla Plock frá Nantes fyrir síðasta tímabil en það vissu það flestir að á endanum myndi hann ganga í raðir Barcelona. Viktor á að fylla skarð spænska landsliðsmarkvarðarins, Perez De Vargas sem gengur í raðir Kiel. Viktor verður í samkeppni við besta markvörð heims, Emils Nielsen í eitt ár áður en Nielsen yfirgefur Barcelona.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.