Myndin tengist fréttinni ekki á neinn hátt. ((Raggi Óla)
Það reyndist dýr ákvörðun hjá króatíska markverðinum, Filip Ivic fyrrum markverði Eurofarm Pelister í Norður-Makedóníu að fara á tónleika með króatíska söngvaranum, Marko Perkovic Thompson um helgina. Því serbnesku risarnir í Vojvodina sem Filip Ivic samdi við á dögunum ákváðu að rifta samningi sínum við Ivic. Ástæðan er sú að mikil saga er á milli Króatíu og Serbíu en söngvarinn Thompson stendur fyrir hatri á Serbum og hefur opinberað það fyrir almenningi. Serbarnir voru því ekki ánægðir að sjá þegar Filip Ivic setti myndskeið á samfélagsmiðla sína um helgina af sér á tónleikum með Thompson. ,,Við fengum þær fréttir með undrun að markvörðurinn okkar, Filip Ivić hafi sótt Ustasha-samkomu Marko Perković Thompson, viðburð sem er ekki nein tónlistarsamkoma, heldur Ustasha-veisla þar sem hugmyndir og tákn sem eru samheiti yfir glæpi fyrir serbneska þjóðina eru opinberlega vegsömuð," segir í tilkynningu Vojvodina meðal annars. "Ustasha" var fasísk og þjóðernissinnuð hreyfing í Króatíu sem var virk á árunum 1929 og 1945 í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Hún var sérstaklega sterk fyrir hlutverk sitt í seinni heimsstyrjöldinni. "Ustasha" þýðir í grófum dráttum "Uppreisnarmaður" eða "Byltingarmaður" á króatísku. (Heimild: Wikipedia) ,,Fyrir okkur, sem félag sem ber skjaldarmerki serbneska þjóðarinnar, er það ekki og getur ekki verið ásættanlegt. Það er og verður ekki pláss í RK Vojvodina fyrir neinn sem sækir viðburð sem móðgar minningar þúsunda saklausra fórnarlamba, Jasenovac, "Storm" og serbnesku varðeldana." Söngvarinn Thompson syngur um þessa atburði og upphefur þá. Atburðir sem eru Serbum afar minnisstæðir. Félagið sá sér því ekki fært um neitt annað en að rifta samningi sínum við leikmanninn. ,,Það er enginn sem stendur hlið við hlið þeirra sem fagna illu og getur samtímis klæðst treyju félags sem tilheyrir þessari þjóð og þessari borg. Félag okkar greinir ekki fólk eftir þjóð eða trúarbrögðum, en við greinum skýrt og hátt gott frá illu, mannúð frá ómannúð, virðingu frá móðgun. Og við munum gera það svo lengi sem Lýðveldið Vojvodina er til," segir í lokum í tilkynningu serbnesku risanna í Vojvodina sem þurftu að sætta sig við 2.sætið í serbnesku deildinni á nýafstöðnu tímabili eftir hafa unnið deildina heima fyrir í meira en áratug.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.