Carlos Martin Santos ((Sigurður Ástgeirsson)
1.umferðin í Olís-deild karla lýkur í dag þegar nýliðar Selfoss taka á móti KA á Selfossi. Þá hefst Olís-deild kvenna í dag með þremur leikjum. Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki. Nú er komið að sjá hvað þjálfari Selfoss, Carlos Martin Santos hafði að segja. Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið? Á þessum tímabpunki já, við höfum nú æft í meira en mánuð og mér finnst við vera að vaxa með hverri æfingunni og hverjum leik. Hópurinn er mjög ungur og við munum þurfa meiri tíma til að samstilla leik okkar og hvernig við viljum spila sem lið. Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar? Það hafa ekki verið miklar breytingar á liðinu. Jón er farinn til FH svo það er stórt skarð að fylla fyrir ungu markmennina okkar. Við fengum Gunnar Kára til baka á láni frá FH og hann mun koma til með að hjálpa okkur mikið á báðum endum vallarins. Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur? Að reyna að halda sæti okkar í deildina. 70% af hópnum er að spila í fyrsta skipti í Olísdeildinni svo þeir þurfa að aðlagast hratt. Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins? Berjast fyrir sæti okkar og vera í Olísdeildinni að ári. Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju? Björgvin Páll Gústavsson Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur? Valur eða Stjarnan
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.