Starri Friðriksson (Sævar Jónsson)
Stjarnan og rúmenska liðið Minaur Baia Mare áttust við í seinni leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeild karla í handbolta. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 26-26 en í Garðabænum í dag gerðu liðin jafntefli 23-23 og grípa þurfti til vítakastkeppni. Þar höfðu Rúmenarnir betur en Starri Friðriksson og Jóhannes Björgvin klikkuðu sínum vítum í vítakastkeppninni á meðan Sigurður Dan Óskarsson varði eitt víti frá Rúmenunum. Lokatölur því 27-26 Baia Mare í vil. Ungverjinn Rea Barnabas jafnaði metin í þann mund sem leiktíminn rann út fyrir Stjörnuna og kom liðinu í vítakastkeppnina. Gauti Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Jóel Bernburg skoraði sex. Starri Friðriksson skoraði þrjú mörk. Sigurður Dan Óskarsson varði 14 skot, þar af eitt úr vítakeppninni og Adam Thorstensen varði tvö skot. Stefan Cumpanici skoraði 5 mörk fyrir Minaur Baia Mare og varði Cristian Sincu 5 skot þar af eitt úr vítakeppninni. Með sigrinum tryggðu Baia Mare sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þar verða Framarar einnig. Hér má sjá viðtal við Hrannar Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.