Stjarnan úr leik eftir tap í vítakastkeppni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Starri Friðriksson (Sævar Jónsson)

Stjarn­an og rúmenska liðið Minaur Baia Mare átt­ust við í seinni leik liðanna í um­spili um sæti í Evr­ópu­deild karla í hand­bolta. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 26-26 en í Garðabænum í dag gerðu liðin jafntefli 23-23 og grípa þurfti til vítakastkeppni.

Þar höfðu Rúmenarnir betur en Starri Friðriksson og Jóhannes Björgvin klikkuðu sínum vítum í vítakastkeppninni á meðan Sigurður Dan Óskarsson varði eitt víti frá Rúmenunum. Lokatölur því 27-26 Baia Mare í vil.

Ungverjinn Rea Barnabas jafnaði metin í þann mund sem leiktíminn rann út fyrir Stjörnuna og kom liðinu í vítakastkeppnina.

Gauti Gunn­ars­son skoraði sjö mörk fyr­ir Stjörn­una og Jóel Bernburg skoraði sex. Starri Friðriksson skoraði þrjú mörk. Sig­urður Dan Óskarsson varði 14 skot, þar af eitt úr víta­keppn­inni og Adam Thorstensen varði tvö skot.

Stef­an Cump­anici skoraði 5 mörk fyr­ir Minaur Baia Mare og varði Cristian Sincu 5 skot þar af eitt úr víta­keppn­inni.

Með sigrinum tryggðu Baia Mare sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þar verða Framarar einnig.

Hér má sjá viðtal við Hrannar Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 33
Scroll to Top