Ánægður með sigurinn – Tökum þetta skref fyrir skref
Egill Bjarni Friðjónsson)

Jónatan Magnússon (Egill Bjarni Friðjónsson)

Jónatan Magnússon þjálfari nýliða KA/Þórs í Olís-deild kvenna var að vonum ánægður með sigur sinn stelpna í 1.umferð deildarinnar í dag gegn Stjörnunni á heimavelli.

Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu KA/Þórs stelpur á bensíngjöfina og komust mest sjö mörkum yfir um miðbik seinni hálfleiks. Þær gáfu hinsvegar örlítið eftir undir lok leiks og náði Stjarnan að minnka muninn í tvö mörk. Nær komust þær hinsvegar ekki og niðurstaðan 24-22 sigur KA/Þórs staðreynd.

,,Ég er gríðarlega sáttur við stigin tvö. Er ánægðastur með einmitt að að klára leikinn," sagði Jónatan en mikil spenna var undir lok leiks þar sem Stjarnan fékk tækifæri oftar en einu sinni til að minnka muninn í eitt mark.

,,Vörnin fyrir utan kannski fyrstu 10 mínúturnar var mjög góð og við vorum þéttar. Mér fannst Stjarnan þurfa að hafa mikið fyrir sínum mörkum í leiknum. Við náðum góðu forskoti og ég hefði viljað að við hefðum keyrt betur á þær í seinni hálfleik," sagði Jónatan í samtali við Handkastið.

,,En við vissum að í þessum fyrstu leikjum er ekki allt perfect sérstaklega sóknarlega og það raungerðist. Við ætluðum hins vegar að berjast og vera klókar og það gekk eftir. Við eigum fullt inni finnst mér. Við fórum illa með mörg sex metra skot, en við byggjum á þessu og tökum þetta skref fyrir skref," sagði Jónatan að lokum.

KA/Þór fær lið ÍBV í heimsókn í 2.umferð Olís-deildarinnar næstu helgi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top