Guðmundur Bragi Ástþórsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Þó nokkrir Íslendingar voru að spila í kvöld á Norðurlöndunum en í Svíþjóð voru bikarleikir á dagskránni þar sem Kristianstad komst áfram í 8 liða úrslitin eftir sigur á OV Helsingborg þrátt fyrir tap í seinni leiknum í kvöld, 33-32. Einar Bragi Aðalsteinsson átti flottan leik fyrir gestina frá Kristianstad og skoraði sjö mörk. Í öðrum leikjum kvöldsins unnu IFK Skövde sigur á Alingsås, 29-25 og tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitin með einu marki ásamt Hammarby sem fór illa með liðið GF Kroppskultur, 45-33. Í Danmörku fóru fram þrír leikir í deildinni. Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg unnu góðan útisigur á Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í Fredericia, 30-33. Kristján Örn skoraði tvö mörk fyrir gestina. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk og Ísak Gústafsson eitt mark þegar lið þeirra Ringsted tapaði fyrir nýliðum HØJ Elite á útivelli, 33-26. Í lokaleik kvöldsins sigraði síðan Mors-Thy lið Sønderjyske í hörkuleik, 34-32.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.