Ólafur Brim Stefánsson (
Ólafur Brim Stefánsson fyrrum leikmaður Harðar hefur gengið frá félagskiptum yfir í Stjörnuna og getur því leikið með liðinu gegn ÍBV í kvöld. Talsverð meiðsli hafa verið að hrjá á Stjörnuhópinn í upphafi tímabils og mun Ólafur koma til með að taka slaginn með þeim. Samkvæmt heimildum Handkastsins leitar hugurinn út hjá Ólafi svo við verðum að sjá hvort um tímabundin félagsskipti er að ræða eða hvort hann klári tímabilið í Garðabænum. Ólafur lék með Herði í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð. Þar áður hefur hann leikið með Gróttu og Fram auk þess að hafa leikið í Kuwait. Stjarnan mætir ÍBV í 2.umferð Olís-deildinni klukkan 18:30 í kvöld.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.