Olís Karla – Haukar komnir á blað eftir sigur fyrir norðan
Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigtryggur Daði Rúnarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Tveir leikir fóru fram í 2.umferð Olís deildar karla í kvöld. Hér að neðan er hægt að sjá úrslit og markaskorara leikjanna í kvöld.

Umferðin klárast svo á morgun þegar Fram tekur á móti Þór Akureyri.

Úrslit kvöldsins

KA – Haukar 32-33

Í síðari leik kvöldsins tóku KA menn á móti Haukum fyrir norðan. Liðin skiptust á að hafa forystu fyrsta korterið í leiknum en Haukar náðu þá 3 marka forskoti og héldu því fram að hálfleik 14-17.

KA byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og náðu að komast yfir 21-20 en þá skiptu Haukar um markvörð og inná kom Magnús Gunnar Karlsson og skellti í lás. Á næstu 5 mínútum gerði hann sér lítið fyrir og varið 4 skot, þarf af 2 víti og lagði grunninn að því að Haukar komust 21-26 yfir.

KA fór aftur í 7 á 6 sóknarlega og náðu að minnka muninn úr 24-30 í 28-30 þegar tæpar 5 mínútur voru eftir og stemmningin í stúkunni var gífurleg. Gunnar Magnússon var snöggur að taka leikhlé til að stöðva þetta áhlaup KA.

Haukar náðu aftur 4 marka forskoti en KA náði að minnka muninn í eitt mark undir restina en nær komust þeir ekki og 32-33 sigur staðreynd hjá Haukum.

Markaskorun KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 13 mörk, Morten Linder 5, Giorgi Arvelodi 4, Jens Bragi Bergþórsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2.

Markvarsla KA: Bruno Bernart 6 varin, Guðmundur Heldi Imsland 1 varið.

Markaskorun Hauka: Freyr Aronsson 9 mörk, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Hergeir Grímsson 5, Birkir Snær Steinsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 1.

Markvarsla Hauka: Magnús Gunnar Karlsson 7 varin.

ÍBV - Stjarnan 37-27

Eyjamenn tóku á móti Stjörnunni í kvöld í fyrri leik kvöldsins. Jafnt var með liðunum í byrjun leiks en um miðbik fyrri hálfleiks komust Eyjamenn fram úr og leiddu 18-15 í hálfleik.

ÍBV komu mjög sterkir út í seinni hálfleik og náðu strax 6 marka forskoti og litu aldrei um öxl eftir það. Mest leiddu þeir með 12 marka mun í síðari hálfleik svo óhætt að segja að sigurinn hafi verið öruggur en lokatölur voru 37-27.

Eyjamenn eru því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir meðan Stjarnan er enn stigalaus á tímabilinu.

Markaskorun ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 7 mörk, Anton Frans Sigurðsson 6, Dagur Arnarson 5, Sveinn José Rivera 5, Andri Erlingsson 5, Ívar Bessi Viðarsson 4, Jakob Ingi Sigurðsson 2, Daníel Þór Ingason 1, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Sigtryggur Daði Rúanrsson 1.

Markvarsla ÍBV: Tölfræði lá ekki fyrir á netinu.

Markaskorun Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 4 mörk, Jóel Bernburg 4, Daníel Karla Gunnarsson 4, Barnabás Rea 3, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 2, Pétur Árni Hauksson 2, Ísak Logi Einarsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Starri Friðriksson 1, Loftur Ásmundsson 1, Jóhannes Björgvin 1.

Markvarsla Stjörnunnar: Tölfræði lá ekki fyrir á netinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top