Tímabilið hjá Halli mögulega lokið
Baldur Þorgilsson)

Hallur Arason (Baldur Þorgilsson)

Það gæti farið svo að tímabilið hjá Halli Arason leikmanni Aftureldingar væri lokið. Þetta staðfesti Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar í viðtali við Handkastið eftir sigur liðsins gegn HK í 2.umferð Olís-deildarinnar í gærkvöldi.

Hallur hefur ekki verið í leikmannahópi Aftureldingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en Hallur fór úr axlarlið á undirbúningstímabilinu, í annað sinn á þessu ári.

,,Tímabilið hans er í mikilli óvissu og hann er að fara í nánari skoðun. Það lítur allt út fyrir það að hann sé á leiðinni í aðgerð sem þýðir að hann verði ekkert meira með á tímabilinu," sagði Stefán sem viðurkenndi að hann væri ekki læknisfræðilega menntaður og gæti ekki staðfest endanlega hvenær hann gæti spilað á nýjan leik eftir aðgerð.

Um gríðarlegt áfall er um að ræða fyrir Aftureldingu en Ævar Smári Gunnarsson ungur og efnilegur leikmaður Aftureldingar hefur leyst hægri skyttu stöðuna í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

,,Síðan erum við með Árna Braga sem getur líka spilað í hægri skyttunni svo við leysum þetta alltaf,” sagði Stefán.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top