Annar sigur nýliðanna í upphafi tímabils
Egill Bjarni Friðjónsson)

Tinna Valgerður var markahæst (Egill Bjarni Friðjónsson)

Nýliðar KA/Þórs fara vel af stað í Olís-deild kvenna því þær hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Eftir sigur á Stjörnunni í 1.umferðinni var komið að því að mæta ÍBV á heimavelli í dag.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði lið skiptust á að vera með forystu var staðan í hálfleik 14-12 KA/Þór í vil.

Þær hófu seinni hálfleikinn á þremur mörkum í röð og voru skyndilega komnar fimm mörkum yfir 17-12. Þær létu þá forystu aldrei af hendi og uppskáru að lokum fimm marka sigur 30-25.

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæst KA/Þórs með sjö mörk og Sandra Erlingsdóttir var markahæst ÍBV einnig með sjö mörk. Kristín A. Jóhannsdóttir var með fimm mörk úr fimm skotum.

Markaskorun KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 7 mörk, Kristín A. Jóhannsdóttir 5, Susanne Pettersen 4, Trude Hakonsen 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Petrovics 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1.

Markvarsla KA/Þórs: Matea Lonac 7, Bernadett Leiner 1.

Markaskorun ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 5, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Britney Cots 1, Birna María Unnarsdóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1.

Markvarsla ÍBV: Amalia Fröland 13.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top