Dánjal Ragnarsson (Sævar Jónasson)
Síðasti leikurinn í 2.umferðinni fór fram í Úlfarsárdal í dag. Fram tók á móti Þór og hafði betur 36-27 eftir að Þórsarar voru 15-16 yfir í hálfleik. Fram byrjaði leikinn mun betur en Þórsarar voru ekki lengi að vinna sig inn í hann og liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var þó allt annað upp á teningnum og Íslands- og bikarmeistarar Fram rúlluðu yfir nýliðina í Þór. Breki Hrafn markmaður Fram fór að finna sig og Þórsarar töpuðu boltanum klaufalega trekk í trekk sem gaf Frömmurum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og í tómt markið. Þór telfdi fram nýjum leikmanni í dag en Igor Chiseliov fékk leikheimild í vikunni og skoraði 5 mörk í dag meðan lykilmenn eins og Oddur Grétarsson náðu sér ekki á strik. Fram byrjar Íslandsmótið virkilega vel og er með fullt hús stiga á toppi deildinnar en Þórsarar eru með 2 stig eftir sigur á ÍR í 1.umferð. Markaskorun Fram: Dánjal Ragnarsson 7 mörk, Ívar Logi Styrmisson 6, Rúnar Kárason 5, Eiður Rafn Valsson 4, Kjartan Þór Júlíusson 4, Theodór Sigurðsson 2, Dagur Fannar Möller 2, Lúðvík Thorberg B Arnkelsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Marel Baldvinsson 2, Max Emil Stenlund 1, Markvarsla Fram: Breki Hrafn Árnason 11 varin Markaskorun Þórs: Hákon Ingi Halldórsson 7 mörk, Hafþór Már Vignisson 6, Igor Chiseliov 5, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 2, Oddur Grétarsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2. Markvarsla Þórs: Nikola Radovanovic 7 varin, Patrekur Guðni Þorbergsson 1 varið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.