Harðarmenn byrja vel á Torfnesi – ÍH keyra Steingrímsfjarðarheiðina tómhentir
Hörður Facebook)

Hörður (Hörður Facebook)

Hörður og ÍH mættust í Íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði fyrr í dag.

Leikurinn var mjög jafn lengi vel og skiptust liðin á að hafa forystu.

Harðar voru menn svo sterkari á lokasprettinum og uppskáru sigur í miklum markaleik. 37-35 urðu lokatölur eftir að staðan hafði verið 19-19 í hálfleik.

ÍH mætti með öfluga sveit vestur og fór Bjarki Jóhannsson mikinn og skoraði 14 mörk. Brynjar Narfi Arndal setti 8 mörk og Kristján Oddsson fann sig vel í markinu og klukkaði 17 bolta.

Hjá heimamönnum var það Shuto Takenaka sem setti 8 mörk og Endnjis Kusners var með 7 mörk. Arturs Kugis og Stefán Freyr Jónsson vörðu 15 skot samtals.

Það er ljóst að ætli Harðar menn sér að blanda sér rækilega í toppbaráttuna í Grillinu að þeir þurfa að gera Torfnes höllina að vígi í vetur. Góð byrjun allavega hjá þeim í faðmi fjalla blárra.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top