Jón Bjarna í landsliðið? Snorri Steinn hefur engu að tapa
J.L.Long)

Jón Bjarni Ólafsson (J.L.Long)

Í nýjasta þætti Handkastsins var farið yfir sigur FH á Val í 2.umferð Olís-deildar karla sem fram fór á fimmtudagskvöldið. Þar átti Jón Bjarni Ólafsson hörkuleik og umræðan um Jón Bjarna hófst á nýjan leik á samfélagsmiðlum um það hversu lengi það er hægt að halda honum utan landsliðsins.

,,Jón Bjarni á línuna í landsliðið? Þetta er umræða sem hefur átt sér stað í mörg ár," svona opnaði Stymmi klippari umræðuna í Handkastinu.

,,Mér finnst hún alveg eiga rétt á sér og eftir að hafa séð hann berjast gegn Veszprém. Jújú, það var æfingaleikur en Snorri Steinn hefur engu að tapa. Hann hefur reynt ýmislegt," sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins og bætti við að Arnar Freyr Arnarsson hafi verið meiddur á síðasta stórmóti og þá hefði verið kannski tækifærið að gefa Jóni tækifæri.

Jón Bjarni var hinsvegar ekki á 35 manna lista Snorra Steins fyrir síðasta stórmót.

,,En þegar hann er með Ými, Elliða og Arnar Frey þá er erfitt að horfa framhjá leikmönnum sem eru að spila í bestu deild í heimi og Jón Bjarni kannski að eyðileggja fyrir sjálfum sér að hafa ekki farið út og reynt fyrir sér í atvinnumennsku. Það er rosa kósý að vera hérna heima, þetta er unglingadeild."

,,En hann var að kljást við Veszprém og ég man nú ekki hvernig hann var að standa sig í Evrópudeildinni í fyrra en ég held að það hafi verið ágætt."

Fyrrum línutröllið, Ásgeir Jónsson var gestur Handkastsins í þættinum en hann hefur lengi talað um að hann vilji sjá Jón Bjarna fá tækifærið í landsliðinu án þess þó að vilja nefna þá leikmenn á nafn sem hann vill að detti útúr landsliðinu á hans kostnað.

,,Hann létti sig aðeins of mikið í fyrra og mér finnst hann hafa bætt á sig núna. Ég er búinn að tala um þetta mjög lengi í okkar spjalli. Hann var ekki einu sinni í 35 manna hópnum fyrir síðasta stórmót sem mér finnst í rauninni steikt."

,,Ég vil allavegana máta hann í þessum aðstæðum. Þó það væri ekki nema bara í æfingahóp. Við eigum ekkert svona línumenn á lager. Það er virði í því að reyna koma honum inn í hlutina, þó það væri ekki nema bara ein meiðsli eins og gerðist síðast þá er hann næsti maður inn," sagði Ásgeir Jóns.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top